Minningarsjóður Gunnars Karls er stofnaður til minningar um Gunnar Karl Haraldsson sem lést 28. febrúar 2021 eftir baráttu við krabbamein. Markmið sjóðsins er að halda baráttumáli hans á lofti með því að styrkja einstaklinga með fötlun til náms, tómstunda og íþróttaiðkunar og málefni sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu.

Forsvarsmenn og stjórn

Stofnendur sjóðsins eru foreldrar og systur Gunnars Karls.

Stjórn sjóðsins skipa þau Eyrún Haraldsdóttir, Hrefna Haraldsdóttir og Kjartan Vídó Ólafsson.

Verndari sjóðsins er Heimir Hallgrímsson.